You are here
shutterstock_102697079.jpg

Styrkleikar / Veikleikar tóla

Framfarir í upplýsingatækni og notkun á internetinu hafa leitt til þróunar á fjölbreyttum gagnvirkum tólum sem hjálpa við að meta hættur á vinnustað. Að teknu tilliti til þeirra erfiðleika sem snúa að ör- og smáfyrirtækjum varðandi það að koma í veg fyrir hættur á vinnustað, þá hefur Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) lagt áherslu á þá möguleika sem bjóðast með þessari nýju tækni til að aðstoða öll ör- og smáfyrirtæki í viðleitni þeirra til að draga úr áhættu.

Megin hvatar og hindranir fyrir OiRA (eða fyrir hvaða gagnvirka áhættumatstól sem er) eru skoðaðar hér að neðan.

OiRA hvatar

 • Ný kynslóð af hættumatstólum: auðveldur aðgangur, auðveld að nota, frí fyrir endanotendur

Það er mikilvægt að öll verkefni og kerfi sem miðast við ör- og smáfyrirtæki séu aðlöguð að þeirra þörfum - hvorki of flókin né of dýr (og helst gjaldfrjáls). Stöðugt er leitast við að auðvelda aðgengi að OiRA tólum sem eru sérsniðin að ákveðnum geirum atvinnulífsins, til að tryggja að þau séu notendavæn og einföld. Markmiðið er að gera ör- og smáfyrirtækjum, sem aldrei hafa framkvæmt áhættumat eða aldrei gert það á kerfisbundinn og uppbyggilegan hátt, kleift að taka fyrstu skref á þá átt. Forsendur fyrir velgengni OiRA tóla eru að aðgengi að þeim sé auðvelt, þau séu einföld í notkun og gjaldfrjáls.

 • Miðlun í gegnum internetið.

Hægt er að miðla OiRA til gríðarmargra fyrirtækja án þess að þurfa að takast á við kostnað og hömlur sem tengjast prentun og því að senda út pappírsskjöl.

 • Þróunarefni

Hægt er að laga OiRA á auðveldan og fljótlegan máta til að endurspegla breytingar á löggjöf eða þróun á nýjum dæmum um góða starfshætti, nýja ferla og svo framvegis þannig að tryggt sé að tólin séu ávallt með nýjustu uppfærslum.

Innihald tólana getur einnig verið aðlagað að þörfum ólíkra endanotenda. Þeir sem þróa OiRa tól kunna að einbeita sér í byrjun að mestu hættunum og síðan bætt við nýjum einingum og auknum upplýsingum með tímanum. Með reglulegum uppfærslum er hægt að gera innihald tólana ítarlegra eftir því sem árunum líður.

 • Fræðsluþáttur

Auðveld leiðsögn, kennsluefni, möguleikinn á að vinna á þínum eigin hraða og gera hlé á störfum þínum þökk sé afritunarkerfum - þetta eru eiginleikar OiRA sem gera notendum kleift að vera leiðbeint skref fyrir skref í gegnum vinnu sína.

OiRA leggur til ákveðin skref allt frá gátlista fyrir hættugreiningu til skjalfests áhættumats. Endanotendur, sem hafa kannski aldrei framkvæmt áhættumat áður, eru leiddir í gegnum ferlið frá fyrsta skrefi (áhættugreining) til þess síðasta (gera aðgerðaráætlun / útbúa skjalfest áhættumat).

OiRA getur einnig verið notað til að:

  • auka þekkingu og upplýsingar (t.d. með því að undirstrika tilteknar hættur í atvinnugeira eða sýna hvernig á að framkvæma áhættumat)

  • framkvæma þjálfun, sérstaklega starfsþjálfun; hægt er að sýna framtíðar fagfólki (hárgreiðslufólki, vörubílstjórum, bökurum og svo framvegis) hverjar eru helstu hættur í þeirra geira og hvernig framkvæma á áhættumat með því að fá aðgang að viðeigandi tóli og leiðsögn í gegnum mismunandi einingar og skref.

OiRA tól hvetja ör- og smáfyrirtæki og gera þeim kleift að hafa umsjón með vinnuvernd á sínum vinnustað eða á sjálfvirkari hátt en áður. Þau geta einnig varpað ljósi á þörfina fyrir vinnuverndarsérfræðing þegar ekki er nægjanleg geta til staðar á vinnustað til að takast á við áhættu eða vinnuverndarmál á réttan hátt.

 • Vettvangur til að nálgast aðrar veitur upplýsinga

OiRA tól eru einnig vettvangur til að bjóða endanotendum auðveldan aðgang, með hlekkjum, myndböndum og ljósmyndum, að öllum upplýsingum og skjölum, þar með talið:

  • löggjöf

  • leiðbeiningar

  • dæmi um góða starfshætti

  • staðreyndablöð, kynningarbæklingar og skýrslur

 • Möguleikinn á að hafa eftirlit með slíkum tólum

Sú staðreynd að boðið er upp á þessi tól á Netinu gerir það kleift að hægt er að hafa tölfræðilegt eftirlit með þeim. Af ástæðum sem rekja má til persónuverndar og sökum ákvarðana sem teknar voru af hagsmunaaðilum OiRA, þá er ekki tekin saman tölfræði varðandi innihald tólana (upplýsingarnar sem endanotendur leggja til). OiRA tölfræði einblínir meira á almenn málefni, til dæmis fjölda OiRA aðganga sem búnir hafa verið til, fjölda þeirra áhættumata sem hafa verið framkvæmd og fjölda aðgerðaráætlana sem gerðar hafa verið. Þessar upplýsingar, sem safnað er frá endanotendum, munu gera það kleift að hægt verður að bæta OiRA tólin eftir því sem tímanum líður (hvað varðar nýtanleika, einfaldleika og svo framvegis) og gera það mögulegt að meta hvort verið sé að nota tólin eða ekki og hvort þau séu að ná til markhópsins - ör- og smáfyrirtækja.

OiRa hindranir

 • Skortur á vitund um vinnuvernd (ráðleggingum) á meðal ör- og smáfyrirtækja

Það helsta sem fyrirtæki, sem ekki framkvæma áhættumat reglulega, nefna sem ástæður fyrir því að þau geri það ekki eru þær að áhættur og hættur eru þegar þekktar (83% fyrirtækja) og að það séu engin meiriháttar vandamál (80%) (samkvæmt ESENER-2, önnur Evrópska fyrirtækjakönnun EU-OSHA um nýjar og aðsteðjandi hættur). Þessar niðurstöður eiga aðeins við 24% af vinnustöðum í könnuninni, en þær vekja samt upp spurninguna um það hvort þessi fyrirtæki, sér í lagi þau minnstu, eigi í raun við færri vandamál að etja eða hvort þau geri sér einfaldlega síður grein fyrir hættum á vinnustöðum.

 • Vinnuvernd er ekki megin markmið eða helsta áhyggjuefni ör- og smáfyrirtækja

Að teknu tilliti til þeirra takmörkuðu úrræða sem ör- og smáfyrirtæki búa yfir, og áhyggjum eigenda af fjárhagslegri afkomu fyrirtækja sinna, þá gegnir vinnuvernd ekki áberandi hlutverki og er ekki í forgangi hjá mörgum ör- og smáfyrirtækjum. Hindranir á góðri vinnuverndarstjórn eru:

  • veik efnahagsleg staða margra ör- og smáfyrirtækja og hversu lítið þau geta fjárfest í innviðum er varða vinnuvernd

  • sú takmarkaða þekking, vitund og geta eigenda-stjórnenda ör- og smáfyrirtækja hvað varðar bæði vinnuvernd og tengd lagaleg skilyrði

  • hin takmarkaða geta margra ör- og smáfyrirtækja til að stýra málum sínum á kerfisbundinn hátt (almennt)

  • erfiðleikarnir við að ná til ör- og smáfyrirtækja (fyrsta skref) og sannfæra eða hvetja þau til að grípa til ráðstafana sem krafist er til að stjórna vinnuvernd á kerfisbundnari og uppbyggilegri hátt (annað skref)