Í þessum hluta eru birt gögn frá mismunandi heimildum í tengslum örfyrirtæki og lítil fyrirtæki (MSE).
-
MSE - Lykilaðilar atvinnulífsins
Það mælir margt með því að leggja sérstaka áherslu á örfyrirtæki og lítil fyrirtæki (MSE) í atvinnulífi ESB.
Ef við skoðum fjölda fyrirtækja voru örfyrirtæki níu af hverjum tíu fyrirtækjum (92,4%) í ófjárhagslega viðskiptageira ESB-28 árið 2013, og á sama tíma mældust lítil fyrirtæki með 6,4%.
-
Banaslys í stærðarflokkum fyrirtækja
Á tímabilinu 2008-2012 áttu flest banaslys sér stað hjá starfsfólki í fyrirtækjum sem höfðu 49 starfsmenn eða færri.
Tíðni banaslysa á undanförnum árum gefur til kynna að fjárhagskreppa og uppgangur hafi þar áhrif þvert á alla stærðarflokka.
-
Mæld notkun fyrirtækja á þjónustu vinnuverndar
Eins og við mátti búast mældist meiri notkun hjá stærri fyrirtækjum en hjá þeim smærri.
Munur á milli stærða fyrirtækja er aðeins meiri þegar kemur að notkun sérfræðiþjónustu, t.d. hjá sérfræðingum í vinnuvistfræði og sálfræðihjálp.
-
Notkun upplýsinga um vinnuvernd frá ýmsum heimildum
Það er nauðsynlegt að fyrirtæki hafi aðgang að upplýsingum, aðstoð og ráðgjöf.
Það er áhugavert að næstum helmingur fyrirtækjanna í könnuninni í ESB-28 segist leita til tryggingafyrirtækja (48%) og vinnueftirlits (48%) þegar þau þurfa þessar upplýsingar.
-
Formlegir umboðsaðilar starfsfólks í fyrirtækjum
Eins og fram kemur í tölunum, eykst formlegt umboð fyrir starfsfólk eftir því sem fyrirtækin stækka.
Hvað varðar formlega fulltrúa starfsfólks er samstarfsráð á vinnustað í 25% fyrirtækja innan ESB-28, en aftur á móti eru fulltrúar stéttarfélaga í 15% fyrirtækja.
-
Hversu oft er rætt um vinnuvernd á milli fulltrúa starfsmanna og stjórnarinnar
Vinnuvernd er rædd „reglulega“ á milli fulltrúa starfsfólks og stjórnar í 56% fyrirtækja í ESB-28 sem eru með stafsmannafulltrúa í einhverri mynd.
Þetta hlutfall eykst mikið eftir því sem fyrirtækin verða stærri. Aftur á móti mælast sértækari aðgerðir meira hjá minnstu fyrirtækjunum þar sem 41% þeirra segja að slíkar umræður „eigi sér aðeins stað þegar ákveðið vandamál kemur upp“, en það hlutfall minnkar eftir því sem fyrirtækin verða stærri.