You are here

Staðreyndir og tölur (ESENER)

Fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER) er ítarleg könnun sem skoðar hvernig öryggis- og heilbrigðisáhættum er stjórnað á evrópskum vinnustöðum.

Fulltrúar þúsunda fyrirtækja og samtaka í Evrópu svara spurningalistum ESENER sem beinir sjónum sínum sérstaklega að:

 • Almennum vinnuverndaráhættum og stjórnun þeirra
 • Sálfélagslegum áhættum eins og streitu, einelti og áreitni
 • Hvötum og hindrunum gegn aðgerðum á sviði vinnuverndarstjórnunar
 • Starfsmannaþátttöku í vinnuverndarmálum

Könnunin fyrir 2014 er enn ítarlegri og víðfeðmari en sú fyrri, úrtakið hefur verið aukið um helming og í þremur löndum hefur auk þess verið aukið við innlenda úrtakið. ESENER-2 tekur einnig til örfyrirtækja með 5 til 10 starfsmenn og fyrirtækja í landbúnaði í fyrsta skipti.

 • Áhættumat á vinnustað, framkvæmt með regluleg millibili og aðallega af starfsfólki vinnustaðarins

  Hér virðist vera fylgni með stærð stofnunnar, en prósenta stofnanna þar sem áhættumöt eru aðallega framkvæmd af starfsfólkinu á staðnum eykst með stærð hennar.

  Þetta gefur enga vísbendingu um gæði þessara áhættumata en meginreglan er sú, ef við gefum okkur að þeir sem stjórna vinnunni eru best til þess fallnir að stýra áhættunum, ættu öll fyrirtæki að geta framkvæmt einfalt áhættumat með sínu starfsfólki.

  Áhættumat á vinnustað sem er framkvæmt með reglulegu millibili eftir landiAðdráttartákn
 • Áhættumat á vinnustað sem er framkvæmt með reglulegu millibili

  Samkvæmt ESENER-2 framkvæma 77% stofnanna innan ESB-28 áhættumat með reglulegu millibili. Eins og við má búast er jákvæð fylgni með stærð stofnarinnar.

  Raungildi áhættumats eins og það kemur fram í ESENER-2 er líklega að einhverju leyti ofmat. Svona „mælingarskekkja“ er algeng í öllum könnunum og hefur ESENER-2 náð bestum árangri í halda henni í lágmarki. Fyrst og fremst tryggir þessi aðferðarfræði að hægt sé að nota gildin í réttmætum samanburði á milli landa og í greiningar gagnvart öðrum breytum, en það er meginmarkmið könnunarinnar.

  Frekari upplýsingar

  Ýttu á aðdráttAðdráttartákn
 • Ástæður fyrir því áhættumat á vinnustað er ekki gert reglulega

  Helstu ástæður fyrir því að áhættumat er ekki framkvæmt með reglulegu millibili eru þær að áhættur og hættur eru þekktar (83) og að engin meiriháttar vandamál eru til staðar (80%).

  Það vekur athygli að minni fyrirtæki segja sjaldnar að ferlið sér íþyngjandi en stærri fyrirtæki: 22% þeirra sem eru með fimm til níu manns í vinnu miðað við 31% þeirra sem eru með fleiri en 250 manns í vinnu.

  Ýttu á aðdráttAðdráttartákn
 • Ástæður fyrir því að hlúa að heilbrigðis- og öryggismálum

  Uppfylling á lagalegum skyldum mældist helsta ástæðan hjá 85% fyrirtækja í ESB-28.

  Það er örlítil jákvæð fylgni með stærð stofnunar, en aftur á móti er enginn marktækur munur eftir atvinnugreinum. Næstmikilvægasti hvatinn til þess að huga að vinnuvernd er að uppfylla væntingar starfsfólk og fulltrúa þeirra (79%).

  Ýttu á aðdráttAðdráttartákn
 • Helstu erfiðleikar við að hlúa að vinnuvernd

  Niðurstöður eftir stærð gefa til kynna að minni stofnanir nefna tvo þætti oftar en stærri stofnanir, en þeir eru annars vegar flóknar lagalegar skyldur og hins vegar pappírsvinna.

  Hins vegar mælist vitundarleysi, bæði á meðal starfsfólks og stjórnar, sérstaklega mikið hjá þeim sem eru stærri, en það er áhugaverð niðurstaða og gefur til kynna að það geti orðið erfiðara að stjórna jákvæðri öryggismenningu eða andrúmslofti eftir því sem fyrirtækið stækkar.

  Ýttu á aðdráttAðdráttartákn
 • Áhættuþættir á vinnustaðnum

  Algengasti áhættuþátturinn sem fram kemur er að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, nemendur eða sjúklinga (58% fyrirtækja innan ESB-28), en næst þar á eftir koma þreytandi og sársaukafullar líkamsstellingar (56%) og endurteknar handahreyfingar (52%).

  Niðurstöður ESENER-2 varpa ljósi á stöðugan vöxt þjónustugeirans í tengslum við samfélagslegar breytingar í dag.

  Ýttu á aðdráttAðdráttartákn
 • Tveir algengustu áhættuþættirnir

  Hætta á slysum í tengslum við vélar eða handverkfæri er algengasti áhættuþátturinn í byggingariðnaði, sorphirðu, vatns- og rafveitu (82% fyrirtækja í þeim geira innan ESB-28), landbúnaði, sjávarútvegi (78%) og framleiðslu (77%).

  Að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, sjúklinga, nemendur o.s.frv. er algengasti áhættuþátturinn í mennta-, heilbrigðis og velferðarþjónustu (75%) og í viðskipta-, samgöngu-, veitinga-/hótel- og afþreyingarþjónustu (62%).

  Ýttu á aðdráttAðdráttartákn