You are here
1_shutterstock_216580792.jpg

Fjármögnunarkostir

Til að hjálpa OiRA samstarfsaðilum að tryggja fjármögnun sem þeir þurfa til að innleiða OiRA, þá útvegar EU-OSHA upplýsingar varðandi fjármögnunarkosti fyrir vinnuverndar verkefni innan ESB. ‘ESB fjármögnungarkostir fyrir EU- OSHA hagsmunaaðila’ er nýjasti leiðarvísir um fjármögnun sem EU-OSHA hefur gefið út.

Leiðarvísirinn miðar að því að hjálpa öllum EU-OSHA hagsmunaaðilum að finna viðeigandi fjármögnunarkosti. Honum er ætlað að auka vitund um mismunandi möguleika til að fá fjármögnun á vettvangi ESB, allt frá fjármögnun til vinnuverndarrannsókna til starfsemi sem stýrt er af opinberum stofnunum og verkefnum sem aðilar vinnumarkaðarins hrinda af stað.

Fjármögnunarkostir fyrir sameiginleg verkefni sem ná yfir mismundandi aðildarríki ESB (ná oft yfir aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og umsóknarríki) eru undirstrikuð. Að auki er að finna kafla í leiðarvísinum um landsstyrki frá uppbyggingar- og fjárfestingasjóðum Evrópu fyrir nokkur aðildarríki.