Mikilvægasta evrópska lagasetningin sem snýr að áhættumati er rammatilskipunin 89/391 (EN). Tilskipunin er vissulega rammi, þar sem fram koma „almennar meginreglur um forvarnir gegn áhættu við störf ... svo og almennar viðmiðanir við framkvæmd téðra meginreglna“ (gr. 1.2). Hún gerir vinnuveitendur ábyrga fyrir öryggi og heilsu starfsfólks að öllu leyti í tengslum við vinnuna, og fyrir að gera áhættumat að óaðskiljanlegum þætti í skuldbundinni vinnuverndarstjórnun. Samkvæmt tilskipuninni þarf áhættumat að vera upphafspunktur á skilvirku vinnuverndarferli. Það gegnir lykilhlutverki þar sem það gerir vinnuveitendum kleift að innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að vernda öryggi og heilsu starfsfólksins.
Rammatilskipunin hefur verið yfirfærð í landslöggjöf. Aðildarríki hafa aftur á móti rétt á að innleiða strangari ákvæði til að vernda starfsfólk sitt (þess vegna ættirðu að kynna þér þá löggjöf sem snýr að áhættumati í þínu landi).