You are here

Algengar spurningar varðandi OiRA

Gakktu úr skugga um að kíkja á algengar spurningar hér að neðan áður en þú leggur fram spurningu. Kannski er þegar búið að svara henni.

1. Hvað er OiRA?

OiRA (gagnvirkt áhættumatstól á Netinu), sem var þróað af Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA), er aðgengilegur og gjaldfrjáls vefhugbúnaður sem getur hjálpað ör- og smáfyrirtækjum að koma upp áhættumatskerfi skref fyrir skref - allt frá greiningu og mati á hættum á vinnustöðum, til ákvarðana um fyrirbyggjandi aðgerðir og framkvæmd þeirra aðgerða, og til eftirlits og skýrslugerðar.

2. Hvers vegna var OiRA sett á fót?

Það eru nægar sannanir til staðar til að álykta að ör- og smáfyrirtæki eru almennt ekki að standa sig þegar að kemur áhættumati og að innleiða forvarnarstefnur. OiRA miðar að því sigrast á þessu og bæta vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum.

3. Hvað er áhættumat?

Áhættumat er kerfisbundin athugun á öllum þáttum vinnu og tekur til:

 • Hvað kann að valda meiðslum eða skaða
 • Hvaða áhættu er hægt að koma í veg fyrir, og ef ekki,
 • Hvaða fyrirbyggjandi ráðstafanir þurfa að vera til staðar til að stjórna áhættunni.
4. Hvers vegna eru ekki allir hlutar vefsíðunnar aðgengilegir á öllum tungumálum innan ESB?

Einungis stöðugri hlutar þessarar vefsíðu hafa verið þýddir yfir á öll tungumál innan ESB, en þeir sem eru stöðugt uppfærðir eru aðeins aðgengilegir á ensku. Þetta hefur verið gert í því skyni að hagræða EU-OSH úrræðum.

5. Hvað er OiRA samfélagið?

OiRA samfélagið samandstendur af stofnunum og fólki sem þróar OiRA tól. Það stefnir að því að auðvelda þróun OiRA tóla með því að örva miðlun tóla, þekkingar og góðra starfshátta, efla samstarf, styrkja þau sambönd sem þegar eru til staðar innan samfélagsins og koma á nýjum.

6. Er mögulegt að gera hlekk á OiRA-vefsíðuna?

Já. EU-OSHA leyfir (og fagnar) tenglum við allar vefsíður (OiRA tólum, OiRA kynningarefni, ...) frá OiRA vefsíðunni.

7. Hver getur orðið aðili að OiRA og meðlimur í OiRA samfélaginu?

Aðilar vinnumarkaðarins (samtök vinnuveitenda og launþega) innan ESB og á landsvísu og yfirvöld ESB og landsyfirvöld (ráðuneyti, vinnueftirlit, vinnuverndarstofnanir og svo framvegis).

8. Er til OiRA persónuverndarstefna?

EU-OSHA sér um OiRA tólið er aðgengilegt fyrir notendur. Þar sem EU-OSHA er ESB stofnun, reglugerð (EB) nr. 45/2001 gildir beint, er tryggt að öll gagnaúrvinnsla er sanngjörn og í samræmi við lög, aðeins í takmörkuðum og skýrum tilgangi, og geymd á öruggan hátt.

Eftirfarandi tegundir af persónuupplýsingum eru geymdar í tólinu:

 • tölvupóstfang tengiliðs
 • nöfn þeirra persóna sem eru ábyrg fyrir þeim ráðstöfunum sem tilgreindar eru í aðgerðaráætlun (það er ekki nauðsynlegt að gefa upp þessi nöfn)
 • önnur nöfn sem kunna að vera skráð í textareiti

EU-OSHA gerir eftirfarandi ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar:

 • persónuupplýsingar eru óaðgengilegar utanaðkomandi notendum
 • öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir óheimilaðan aðgang
 • viðeigandi dulkóðun á samskiptum

Heildartexti OiRA persónuverndarstefnunnar er aðgengilegur hér

9. Hvernig fer OiRA samfélagið að því að deila verkefnum og aðlaga þau?

Miðlun fer fram með Creative Commons leyfum.

Þessi tegund leyfis býður upp á möguleikann á að deila verkefnum og aðlaga undir margvíslegum aðstæðum, þar með talið að verkefnið sé ekki gert í viðskiptalegum tilgangi og rétt tengt.

Til að nálgast frekari upplýsingar, heimsækið http://creativecommons.org/ og http://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/3.0/

10. Hvers konar hugbúnaður er OiRA?

OiRA er opinn hugbúnaður. Með gjaldfrjálsum og opnum hugbúnaði er notendum veitt ríkuleg leyfi til að stúdera, breyta og bæta hönnun hugbúnaðarins í gegnum aðgengi að frumkóða hans.

OiRA er byggt ofan á fyrirtækjaskjalastjórnunarkerfið “Plone”(1), og geymir viðskiptareglur sínar í viðbótarpökkunum “Euphorie” (2) og “osha.oira” (3). Í viðmótshlutanum er notast við nýjustu HTML5 tækni og boðið upp á margskonar samspil við Patternslib safnið (4)


(1) https://plone.org/
(2) https://github.com/EU-OSHA/euphorie
(3) https://github.com/EU-OSHA/osha.oira
(4) http://patternslib.com/

11. Hvað hafa OiRA tól upp á að bjóða?

OiRA tól bjóða upp á:

 • Hægt er að sækja, breyta og prenta út skjal sem inniheldur niðurstöður áhættumatsins. Þessi gögn er hægt að nota sem grunn til að koma upplýsingum til þeirra er málið varðar; til að hafa eftirlit með og meta hvort nauðsynlegar ráðstafanir hafa verið kynntar til sögunnar; sem sönnunargögn fyrir eftirlitsyfirvöld; og til endurskoðunar ef aðstæður breytast.
 • Aðgerðaráætlun (sem einnig er hægt að hlaða niður, breyta og prenta út) fókusar á fyrirbyggjandi aðgerðir sem á að innleiða, hver gerir hvað og hvenær o.s.frv.
 • Yfirlit yfir allar áhætturnar: Þessi gögn er hægt að nota sem grunn til að koma upplýsingum til þeirra er málið varðar og til að fylgjast með hvort tilgreindar hættur og ráðstafanir gegn þeim hafi verið sinnt á réttan hátt.
 • Yfirlit yfir öryggis- og fyrirbyggjandi ráðstafanir sem á að innleiða: Þessi gögn er hægt að nota sem grunn til að koma upplýsingum til þeirra er málið varðar og til að fylgjast með þeim ráðstöfunum sem á að innleiða á næstu þremur mánuðum.
12. Hvers er krafist til að skrá sig inn í OiRA tól?

Gefa þarf upp gilt tölvupóstfang og lykilorð. Um leið og notandi skráir sig getur hann byrjað að nota tólið (það er engin þörf á að bíða eftir staðfestingu í tölvupósti).

Innskráning krefst tölvupóstfangs og lykilorðs og er notandanum sjálfkrafa beint að sínum skráða reikningi.

Matið og innskráningarupplýsingarnar eru einkamál og ekki sýnileg öðrum (sjá OiRA persónuverndarstefnuna).

13. Hvað felst í því að fara í prufuinnlit í OiRA tól?

Notandi getur byrjað að nota tólið án þess að skrá sig, með því að fara í prufuinnlit. Því næst, ef tól uppfyllir kröfur og væntingar, getur notandinn skráð sig inn með því að setja inn tölvupóstfang og lykilorð. Gestir geta ekki vistað framvindu sína eða hlaðið niður skýrslum.

14. Hvað ef notandi gleymir lykilorði?

Notandinn getur óskað eftir áminningu um lykilorð, sem mun senda innskráningarupplýsingar þegar gilt tölvupóstfang er stimplað inn.

15. Er mögulegt að breyta lykilorðinu og / eða tölvupóstfangi á reikningi?

Þegar notendur eru innskráðir þá geta þeir smellt á þríhyrninginn efst í hægra horninu á vefsíðunni (rétt hjá tölvupóstfangi þeirra) og fylgt hlekknum til að breyta lykilorði og/eða tölvupóstfangi.

16. Þarf að framkvæma áhættumat í einni lotu eða er hægt að vista hana og halda áfram síðar?

Þegar lota í OiRA tólinu er hafin, þá getur notandinn hætt án þess að ljúka henni. Þeir geta hafið lotuna aftur síðar með því að velja heitið á lotunni í OiRA tólinu. Í hvert skipti sem valkosturinn "áfram" er valinn, þá eru upplýsingarnar, sem settar hafa verið inn, vistaðar.

17. Er mögulegt að opna annað OiRA tól eða framkvæma annað mat með sama tóli (og nota sama reikning)?

Þegar notendur eru innskráðir, þá geta þeir smellt á þríhyrninginn efst í vinstra horninu (nálægt nafninu á OiRA tólinu sem þeir eru að nota) til að fá aðgang að fyrri lotum og áhættumötum, og notendur geta líka valið að "hefja nýja lotu". Með sama tólinu og sama reikningnum er hægt að vista fleiri en eina lotu, að því gefnu að þær hafi ólík heiti. Það er mikilvægt að notendur skrái tölvupóstfang, lykilorð og heiti í hverri lotu í OiRA tólinu.

18. Hvað ef notandi lendir í vandræðum með að skoða OiRA á PC tölvu, spjaldtölvu eða farsíma?

Það er mikilvægt að tryggja að nýasta útgáfan af vafranum sé notuð. Mælt er með eftirfarandi vöfrum til að skoða vefsíðuna: Windows Internet Explorer (IE 11), Google Chrome, Firefox and Safari.