Promotional resources

The OiRA community knows how important is to promote the OiRA tools and to make sure that their target users take them up. This is why it is constantly developing new promotional materials with the aim of reaching more micro and small enterprises and inspiring them to use the tools.

The materials available here include everything from videos and infographics to more traditional factsheets and presentations. All the materials can be downloaded for free and you can search them by country, language and category.

Myndbönd og upplýsingamyndir veita áhugaverða leið til að útskýra og kynna OiRA verkefnið, almennu hugmyndina að baki OiRA verkfærunum og nokkur OiRA tæki sem notuð eru í sérstökum geirum.

Hægt er að nota bæklinga til að koma starfsemi OiRA á framfæri, og til að kynna ný verkfæri OiRA fyrir breiðum markhóp. Bæklingarnir veita yfirlit yfir helstu upplýsingar og láta notendur vita í fljótu bragði hvað OiRA verkfæri snúast um og hvernig þeir fá aðgang að þeim.

Staðlaðar kynningar okkar um OiRA eru hentugt úrræði fyrir samstarfsaðila OiRA og fyrir alla sem hafa almennt áhuga á gagnvirkum áhættumatstækjum OiRA.

Tilvikarannsóknir um framkvæmd OiRA í ýmsum aðildarríkjum veita greinargóð rök fyrir notkun verkfæranna. Rannsóknirnar leggja áherslu á einstaka þætti svo sem að byggja upp samstarf við endanlega notendur og eins að kynna og þróa OiRA verkfærin.

Leiðbeiningum okkar og handbókum er ætlað að styðja OiRA samstarfsaðila og milliliði þeirra í öllu ferlinu við að þróa og kynna OiRA verkfærin.

Veggspjöld og annað kynningarefni er notað til að ná athygli með því að koma með skýr skilaboð og bjóða hugsanlegum notendum að nýta sér verkfæri OiRA til að stjórna áhættu á vinnustöðum.