You are here
OSH_006234.jpg

Hlutverk og ábyrgð

Öryggi og heilsu starfsfólks í Evrópu er gætt með aðferð sem byggir á áhættumati og -stjórnun. Til þess að framkvæma skilvirkt áhættumat á vinnustað þurfa allir hlutaðeigandi að hafa góðan skilning á lagalegu samhengi, hugmyndafræði, áhættumatsferlinu og hlutverkum helstu þátttakenda verkefnisins.

Hlutverk og skyldur starfsfólks

Það er mikilvægt að starfsfólk taki þátt í áhættumatinu. Það þekkir vandamálin og hefur ítarlega þekkingu á því sem á sér stað þegar það vinnur verkefni sín og þar af leiðandi ætti það að taka þátt í matinu. Hagnýt þekking og hæfni starfsfólksins er oft nauðsynlegt til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir sem virka.

Þátttaka starfsfólks er ekki aðeins rétt, hún er undirstöðuatriði í því að efla skilvirka og markvissa stjórnun öryggis og heilbrigðis starfsfólks á vinnustað.

Starfsfólk og/eða fulltrúar þess hafa rétt á/eru skyldugir til að:

 • fá upplýsingar um fyrirkomulag fyrirtækisins varðandi áhættustýringu og ráðningu aðila sem bera ábyrgð á þeim verkefnum;

 • taka þátt í áhættumati;

 • láta yfirmenn sína eða vinnuveitendur vita af mögulegum hættum;

 • tilkynna hvers kyns breytingar á vinnustaðnum;

 • vera upplýst um hættur gagnvart öryggi og heilsu þess og um nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir eða draga úr þessum hættum;

 • taka þátt í ákvörðunarferlinu varðandi fyrirbyggjandi varnaraðgerða sem þarf að innleiða;

 • biðja vinnuveitanda um að innleiða viðeigandi aðgerðir og senda tillögur um hvernig megi lágmarka hættur eða koma í veg fyrir þær;

 • vinna að því í samstarfi við vinnuveitanda að tryggja að vinnuumhverfið sé öruggt;

 • fá þjálfun/leiðbeiningar um þær aðferðir sem þarf að innleiða;

 • gera allt sem í þeirra valdi stendur til að huga að eigin öryggi og heilbrigði sem og öryggi og heilbrigði annarra sem gjörðir þess ná til, í samræmi við þjálfun og leiðbeiningar sem vinnuveitandinn gefur.

Auk þess er mikilvægt að fulltrúar starfsfólks séu þjálfaðir til að skilja áhættumat og hlutverk þeirra í því.

Hlutverk og skyldur vinnuveitenda

Vinnuveitendur ættu að undirbúa sig vandlega í tengslum við skyldur sínar við að framkvæma áhættumat og innleiða nauðsynlegar aðgerðir sem snúa að öryggi og heilbrigði starfsfólks. Mælt er með að þeir geri það í gegnum aðgerðaráætlun sem miðar að því að útiloka og stýra áhættum.

Aðgerðaráætlunin þarf að innihalda:

 • verkaskiptingu, skipulag og samræmingu mats;

 • útnefningu hæfra aðila til að framkvæma mötin;

  • aðilinn sem framkvæmir áhættumatið getur verið:

   • vinnuveitendurnir sjálfir;

   • starfsmenn sem vinnuveitendur þeirra skipa;

   • utanaðkomandi matsaðilar og þjónustuaðilar ef skortur er á hæfu starfsfólki á vinnustaðnum.

  • til að uppfylla hæfniskröfur þarf fólk að geta sýnt fram á að það búi yfir eftirfarandi færni og þekkingu:

   • skilningi á almennri nálgun á áhættumati;

   • getu til að beita þessari þekkingu á vinnustaðnum;

   • hæfni til að greina aðstæður þar sem það mun ekki geta framkvæmt áhættumat með fullnægjandi hætti án aðstoðar og hæfni til að veita ráðgjöf um þörf á frekari aðstoð.

 • geta ráðfært sig við fulltrúa starfsfólks varðandi tilhögun ráðninga á þeim aðilum sem munu framkvæma þessi möt;

 • getu til að veita nauðsynlegar upplýsingar, þjálfun, tilföng og aðstoð til matsaðila sem eru starfsmenn sjálfs vinnuveitandans;

 • tryggja fullnægjandi samræmi á milli matsaðila (þar sem það á við);

 • getu til að vinna með stjórnendum og hvetja til þátttöku starfsfólks;

 • ákvarða fyrirkomulag í kringum endurskoðun og leiðréttingu á áhættumatinu;

 • tryggja að fyrirbyggjandi varnaraðgerðir taki mið af niðurstöðum matsins;

 • tryggja að áhættumatið sé skrásett;

 • eftirlit með fyrirbyggjandi varnaraðgerðum til að tryggja að skilvirkni þeirra sé haldið við;

 • upplýsa starfsfólk og/eða fulltrúa þess um niðurstöður matsins og þær aðgerðir sem gripið er til (með því að hafa gögnin aðgengileg).

Ráð fyrir þá sem framkvæma áhættumatið

Aðilar sem framkvæma áhættumöt í vinnu ættu að hafa þekkingu á og/eða upplýsingar um:

 • hættur og ógnir sem eru nú þegar þekktar og einnig hvernig þær verða til;

 • efni, búnað og tækni sem notuð er við vinnu;

 • vinnuferla og skipulag og hvernig starfsfólk notar efni við vinnu;

 • gerð, líkur, tíðni og lengd á hættutilvikum. Í sumum tilfellum gæti þurft að nota nútímalegar, samþykktar mæliaðferðir;

 • tengslin á milli nálægðar við hættu og áhrifa hennar;

 • það sem telst til góðra vinnuvenja þar sem engir sérstakir lagalegir staðlar eru fyrir.

Vinnuveitendur eiga að ganga úr skugga um að sá sem framkvæmir áhættumatið, hvort sem það er starfsmaður eða utanaðkomandi ráðgjafi, tali við starfsfólkið eða aðra aðila, t.d. verktaka, sem sinna vinnunni.

Þar sem starfsfólk mismunandi vinnuveitenda vinna á sama vinnustað, gætu matsaðilar þurft að deila upplýsingum um hættur og ráðstöfunum er varða öryggi og heilsu til að stemma stigu við þeim hættum. Vinnuveitandinn á að auðvelda það ferli.