Stofna aðgang

Lykilorðið verður að vera að lágmarki 12 stafir og þarf að innihalda a.m.k einn: stóran staf, lítinn staf og tölustaf.

OiRA

Skrá aðgang Stofna aðgang Nánari upplýsingar

Hvað er OiRA? (OiRA er rafrænt gagnvirkt áhættumat)

OiRA er skammstöfun fyrir rafrænt gagnvirkt áhættumat sem er á netinu. OiRA = Online interactive Risk Assessment. OiRA gerir þér kleift að framkvæma áhættumat fyrir vinnustaðinn þinn.

Fyrir hverja er OiRA verkfærið?

OiRA hentar öllum sem vilja meta hættu sem snýr að öryggi og heilbrigði á vinnustað þeirra

OiRA verkfærið er hannað til þess að koma að mestum notum fyrir smærri fyrirtæki

OiRA verkfærið hjálpar fyrirtækjum að finna hættur og meta áhættu í starfsumhverfinu. Verkfærið býr til aðgerðaráætlun um úrbætur sem fyrirtækið þarf að framkvæma.

Hvað þarf ég að gera?

Það þarf að fara í gegnum fjögur þrep:

  • Undirbúningur: gefur yfirlit yfir það áhættumat sem er verið að byrja á. Síðar er einfalt að laga matið sérstaklega að þinni starfsemi.
  • Greining: OIRA verkfærið tekur á flestu í starfsumhverfinu sem hefur alvarleg áhrif á öryggi og heilbrigði starfsfólks. Hættur eru greindar með því að setja fram fullyrðingar sem svara þarf með já eða nei. Það er hægt að sleppa því að svara fullyrðingum eða svara þeim síðar.
  • Mat: Verkfærið hjálpar þér að meta áhættustig þeirra fullyrðinga sem svarað er neitandi. Þessi atriði færast sjálfkrafa inn á aðgerðaáætlunina.
  • Aðgerðaáætlun: Verkfærið býður oft upp á tillögur að úrbótum sem hægt er að velja úr. Þessar tillögur má nota að vild, eða búa til nýjar. Verkfærið býr að lokum til skýrslu með þeim tillögum sem valdar voru eða skigreindar af notanda.

Hvað langan tíma tekur þetta?

Það er erfitt að segja til um hvað langan tíma það tekur að framkvæma áhættumatið. Vinnustaðir eru ólíkir og aðstæður mismunandi. OiRA er hannað með það í huga að það sé einfalt og fljótlegt í notkun.

Þú getur byrjað og hætt hvenær sem er. Hægt að halda áfram með fyrra mat og breyta að vild.

Hvers vegna þarf að skrá aðgang?

Það fyrsta sem þú ert beðinn um að gera þegar þú byrjar á OiRA áhættumati er að stofna aðgang. Það er einfalt og fljótlegt. Það er nauðsynlegt að stofna aðgang ef ætlunin er að prenta út skýrslur og vista áhættumatið.

Þegar þú hefur stofnað aðgang geturðu skráð þig inn hvenær sem er til að halda áfram með fyrra mat eða byrjað á nýju.

 

Þarf sérstakan undirbúning?

Þú þarft engan sérstakan undirbúning til að nota OiRA verkfærið. Hins vegar er gott að fara yfir starfsemina í huganum og tilnefna umsjónarmann með framkvæmdinni. Mikilvægt er að hafa samstarf við starfsfólkið og upplýsa það um niðurstöður matsins, þar með talda aðgerðaáætlunina.

Framleitt af EU-OSHA. Um Persónuvernd Fyrirvarar GPL leyfi