Other stakeholders

Aðrir hagsmunaaðilar

Alþjóðlegar stofnanir eða stór fyrirtæki sem hafa áhuga á að fræðast meira um OiRA og/eða innleiða það í sínu landi/stofnun. 

Hver hefur aðgang að OiRA?

OiRA og aðgangur að kerfinu okkar er aðeins í boði fyrir opinber aðildarríki ESB og EFTA-löndin. EU-OSHA getur ekki veitt öðrum alþjóðlegum samstarfsaðilum stuðning.

Raundæmi: OiRA fyrir fjölþjóðlegt fyrirtæki

Í þessu raundæmi er skoðað hvernig fjölþjóðlegur bílaframleiðandi hefur með góðum árangri aðlagað OiRA hugbúnað Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar að sínum þörfum til að styðja við samhæft áhættumat innan alls fyrirtækisins. Í því eru kannaðar þær áskoranir sem fyrirtækið stóð frammi fyrir í byrjun, hvað árangri þetta hefur skilað og tækifærin sem notkun á hugbúnaðinum hefur skapað — þ.m.t. sparnaður, hvernig þetta hefur stuðlað að þátttöku starfsfólks og möguleikinn á að nota hugbúnaðinn á ýmsum tungumálum. Raundæmið undirstrikar einnig hvernig aðferð þessa fyrirtækis við að sérsníða OiRA hugbúnaðinn að sínum þörfum er yfirfæranleg, sem gefur öðrum fjölþjóðlegum fyrirtækjum möguleika á að gera slíkt hið sama.

Fyrir frekari upplýsingar: https://osha.europa.eu/en/publications/oira-multinational-company

Mynd
OiRA profile image

Upplýsingar um opinn uppruna

OiRA er opinn hugbúnaður. Með gjaldfrjálsum opnum hugbúnaði er notendum veitt ríkuleg leyfi til að stúdera, breyta og bæta hönnun hugbúnaðarins í gegnum aðgengi að frumkóða hans.

OiRA byggir á vefumsjónarkerfi fyrirtækisins „Plone“. Hugbúnaðarsafn OiRA er að finna á https://github.com/EU-OSHA/oira.application.buildout og tengd skjöl þess má finna á https://github.com/EU-OSHA/oira.documentation

Uppsetning

Leiðbeiningar um uppsetningu má finna hér: https://github.com/EU-OSHA/oira.documentation/releases 

Tengiliður

Fyrir frekari upplýsingar um framkvæmd OiRA vinsamlegast hafðu samband við: oira [at] osha.europa.eu