Hvað er áhættumat?

Áhættumat er fyrsta mikilvæga skrefið við forvarnir gegn vinnuslysum og sjúkdómum.

Það eru góðar ástæður fyrir þessu. Ef áhættumatsferlið - sem er upphafspunktur á stjórnun öryggis- og heilsuverndar - er ekki unnið rétt, eða ef að hefur hreinlega ekki verið yfirhöfuð gert, er ólíklegt að viðeigandi fyrirbyggjandi aðgerðir verði fundnar eða innleiddar.

Á hverju ári slasast milljónir einstaklinga innan ESB við vinnu eða verða fyrir alvarlegu heilsutjóni á vinnustað. Þess vegna er áhættumatið svona mikilvægt og er lykilþáttur í vinnuvernd. Áhættumat er margþætt ferli sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að innleiða forvirka stefnu í áhættustjórnun á vinnustaðnum.

Þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum framkvæmi reglulega slíkt mat. Í áhættumati sem er rétt unnið er meðal annars gengið úr skugga um að allar viðeigandi hættur séu teknar með í reikninginn (ekki eingöngu þær sem eru mest aðkallandi eða áberandi), skilvirkni innleiddra öryggisaðgerða er athuguð, niðurstöður mats og endurskoðun mats er skrásett með reglulegu millibili.

Mikilvægasta evrópska lagasetningin sem snýr að áhættumati er rammatilskipunin 89/391 (EN). Þessi tilskipun hefur verið innleidd í landslög og sem slík er starfsstöðvum í öllum aðildarríkjum skylt að framkvæma öryggis- og heilsuáhættumat. Aðildarríki hafa aftur á móti rétt á að innleiða strangari ákvæði til að vernda starfsfólk sitt (þar af leiðandi ættirðu að kynna þér þá löggjöf sem snýr að áhættumati í þínu landi). Í innlendum OiRA tólum hafa samstarfsaðilar okkar þegar tekið tillit til gildandi landslaga.

Skilgreiningar

Hættur

Hætta getur verið hvað sem er — hvort sem um ræðir efni, búnað, vinnuaðferðir eða -venjur — sem geta valdið skaða.

Áhættur

Áhætta er möguleiki, mikill og lítill, á að einhver verði fyrir tjóni af völdum hættunni.

Áhættumat

Áhættumat felst í því að meta þá hættu sem steðjar að öryggi starfsfólks á vinnustað. Það er kerfisbundin skoðun á öllum þáttum vinnu, þar sem litið er til eftirfarandi:

  • Hvað kann að valda meiðslum eða skaða

  • Hvaða áhættu er hægt að koma í veg fyrir, og ef ekki;

  • hvaða fyrirbyggjandi ráðstafanir þurfa að vera til staðar til að stjórna áhættunni.